Sterkleg bryggja í stað steinahrúgu

Guðmundur Ásgeirsson og Sveinn Vilberg Garðarsson, bryggjusmiður og starfsmaður Seltjarnarnesbæjar, …
Guðmundur Ásgeirsson og Sveinn Vilberg Garðarsson, bryggjusmiður og starfsmaður Seltjarnarnesbæjar, á nýju bryggjunni í Gróttu. Verbúðin, vitinn, íbúðarhúsið og fræðasetrið sjást í baksýn. mbl.is/Golli

Endurgerð gömlu bryggjunnar í Gróttu er nú að mestu lokið, en í samvinnu við Seltjarnarnesbæ hafa félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness unnið að þessu verkefni undanfarin ár.

Í stað þaravaxinnar steinhrúgu er nú komin myndarleg bryggja sem sómi er að, segir Guðmundur Ásgeirsson, athafnamaður á Seltjarnarnesi, oft kenndur við Nesskip, í umfjöllun um endurgerð bryggjunnar í Morgunblaðinu í dag.

Hann hefur verið í fararbroddi í þessu verkefni, sem formaður Gróttunefndar Rótarýklúbbsins, síðustu misseri og endurgerð bryggjunnar var einmitt til umræðu á fundi í klúbbnum í gær. Að sjálfsögðu var fundurinn haldinn úti í Gróttu.

Nýja bryggjan í Gróttu.
Nýja bryggjan í Gróttu. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert