Fleiri í verklegu flugnámi en bóklegu

Flugvirkjar að störfum.
Flugvirkjar að störfum. mbl.is

Fjöldi nema í bóklegu flugnámi gefur ekki rétta mynd af fjölda þeirra sem eru að læra flug á hverjum tíma, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands.

Hann er einn af stofnendum Flugfélagsins Geirfugls sem rekur flugskóla og er með einn stærsta flugklúbb Íslands.

„Fyrir hvern bóklegan nemanda í flugnámi eru 3-3,5 að fljúga og safna sér flugtímum,“ segir Matthías í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Bóklega námið er aðeins hluti af t.d. einkaflugmannsnáminu. Sumir byrja að fljúga áður en þeir taka bóklegt, aðrir fljúga samhliða bóklegu námi og sumir fara að fljúga eftir bóklegt nám.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert