Fluttur með þyrlu eftir bílveltu

TL - Líf þyrla landhelgisgæslunar
TL - Líf þyrla landhelgisgæslunar mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi fyrir stundu með mann sem slasaðist í bílveltu á Snæfellsvegi. Svo heppilega vildi til að þyrlanvar við æfingaflug í nágrenninu þegar tilkynnt var um slysið á sjötta tímanum í kvöld.

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var maðurinn einn á ferð í bílnum þegar hann fór út af veginum og valt ofan í skurð, á Snæfellsnesvegi við Álftá.

Maðurinn var settur í sjúkrabíl en þegar heyrðist af þyrlunni í nágrenninu varð úr að henni var flogið til móts við sjúkrabílinn og lent á heppilegum stað þar sem maðurinn var fluttur um borð. 

Hann er nokkuð mikið slasaður en var með góða meðvitund og ástand hans stöðugt, að sögn lögreglu. Ekki er ljóst hvað varð til þess að bílinn valt, en hann er að sögn lögreglu mjög illa farinn og líkast til ónýtur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert