Gafflaskortur ekki vandamál

Leikskólabörn að leik.
Leikskólabörn að leik. mbl.is/Rósa Braga

Hægur vandi er að leysa úr því ef gaffla og diska vantar á leikskólann Marbakka og er sú framkvæmd á hendi stjórnenda leikskólans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Kópavogsbæ, vegna fréttar mbl.is um vandamál á leikskólanum sem rekja megi til fjárskorts.

Bergljót Hreinsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Marbakka, skrifaði Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs bréf í byrjun desember í fyrra þar sem hún útlistar áhyggjur sínar af álaginu á leikskólakennurum og í leikskólunum. Bréfið birti hún á Facebook þegar hún fékk ekkert svar frá bæjarstjóranum.

Í samtali við Morgunblaðið í dag sagði Bergljót að álagið væri mikið á leikskólanum. „Árgangarnnir hafa verið svo stórir að þessi yngstu börn komast ekki inn en við erum samt með barnastólana. Allur búnaðurinn er hugsaður fyrir þennan aldur þannig að við erum að lyfta þriggja til þriggja og hálfs árs börnum upp í ungbarnastóla. Við höfum enga aðra stóla. Við látum þau borða úr skálum með skeiðum því það eru ekki til gafflar og diskar. Sem er auðvitað bara vegna fjársveltis leikskólans,“ sagði Bergljót.

Faglegt starf til fyrirmyndar

Kópavogsbær brást við í dag með því að senda frá sér yfirlýsingu um að aðbúnaður og faglegt starf á Marbakka sé til mikillar fyrirmyndar, pláss sé nægilegt þar og aðstaða öll eins og best verður á kosið.

Skólinn var tekinn í gegn, stækkaður og endurnýjaður á árunum 2008 og 2009. Heildarkostnaður við nýbyggingar og endurbætur í eldra húsnæði var 181 milljón króna,“ segir í yfirlýsingu Kópavogsbæjar.

Ef rétt er að það vanti gaffla og diska á Marbakka er hægur vandi að leysa það, sú framkvæmd er á hendi stjórnenda leikskólans.

<span><span>Fjöldi starfsmanna á Marbakka er í samræmi við reglugerð um fjölda starfsmanna á hvert barn í leikskólum og er þá miðað við aldur barna. Á Marbakka eru 28 stöðugildi og 104 börn.“</span></span>

Nánar verður fjallað um stöðuna á leikskólum í Morgunblaðinu á morgun.

Sjá einnig: <a href="/frettir/innlent/2014/04/15/thad_eru_ekki_til_gafflar_og_diskar/">„Það eru ekki til gafflar og diskar“</a>

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert