Hækkar lítillega í miðlunarlónum

Blöndulón á Auðkúluheiði.
Blöndulón á Auðkúluheiði. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Staðan á miðlunarlónum Landsvirkjunar fer batnandi. Tímabundið aukið rennsli í ám hefur skilað sér í hækkun á vatnshæð í Þórisvatni og Blöndulóni.

Ef miðað er við að innrennsli fram til vors verði samkvæmt lægstu spám hefur staðan ekki batnað nógu mikið til að hægt sé að aflétta skerðingum til stórnotenda, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tíðarfarið í vetur hefur verið Landsvirkjun mjög óhagstætt og innrennsli í lónin afbrigðilegt. En breyting varð til batnaðar í veðrinu í byrjun apríl og í síðustu viku hófst hægfara leysing á hálendinu og rennsli í Tungnaá, Þjórsá og Blöndu jókst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert