Hitaveitur spöruðu heimilunum 112 milljarða

Dökku súlurnar sýna kostnað af olíuhitun en þær ljósu kostnað …
Dökku súlurnar sýna kostnað af olíuhitun en þær ljósu kostnað við hitaveitu. mbl.is/Orkustofnun

Hitaveitur spöruðu heimilunum 112 milljarða árið 2012 miðað við að þau hefðu áfram verið kynnt með olíu í stað hitaveitu.

Þetta er niðurstaða af útreikningum Orkustofnunar sem kannaði hver kostnaðurinn hefði verið fyrir heimilin í landinu ef áfram hefði verið kynnt með olíu í stað hitaveitu.

Uppsafnaður núvirtur sparnaður nam 2300 milljörðum króna frá árinu 1914-2012, samkvæmt þessum útreikningum. Gerð er grein fyrir þeim í Ársskýrsla Orkustofnunar Orkustofnun er jafnframt að vinna að skýrslu um málið sem verður gefin út síðar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig þróunin hefur orðið og hversu mikill olíusparnaðurinn hefur verið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert