Rannsókn á meintri líkamsárás langt komin

Fangaklefi á Litla Hrauni.
Fangaklefi á Litla Hrauni. mbl.is/Brynjar Gauti

Rannsókn á meintri líkamsárás fjögurra fangavarða er langt komin, að sögn lögreglu á Selfossi. Fangi á Litla-Hrauni lagði fram kæru á hendur fangavörðunum í síðasta mánuði, en hann sakar þá um að hafa gengið í skrokk á sér. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu þann 24. mars sl. Fangaverðirnir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, sagði í samtali við mbl.is að ekki væri rétt að fangaverðirnir hafi fengið í skrokk á manninum.

Sagði hann meðal annars að ekki væri rétt að fangaverðirnir hafi náð í fangann og gengið í skrokk á honum. „Enda væri það hrikalegt og tekið yrði á því með festu,“ segir Páll í samtali við mbl.is

Frétt mbl.is: Segir ásakanir fangans rangar

Frétt mbl.is: Rannsaka meinta líkamsárás á Litla Hrauni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert