Reynt að klára málið fyrir páska

Stefnt er að því að ráðningar í stöður framkvæmdastjóra hjá Ríkisútvarpinu verði frágengnar fyrir páska samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu útvarpsstjóra en óvíst er þó enn hvort það takist.

„Það er verið að reyna að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Stefnt hefur verið að því að ganga frá ráðningum fyrir páska og gera þær þá opinberar. En hvort það næst er ekki alveg víst enda þýðir það á morgun. Það er alveg klárt að það verður ekki í dag,“ segir Sigrún Hermannsdóttir, fulltrúi útvarpsstjóra, í samtali við mbl.is.

Hún segir að tilkynning verði send til fjölmiðla um leið og niðurstaðan liggur fyrir og hún hefur verið kynnt innanhúss. Viðtöl hafi tekið lengri tíma enda fólk statt á mismunandi stöðum á landinu og jafnvel erlendis. Takist ekki að klára málið á morgun verði það fljótlega eftir páska. Í öllu falli sé lögð áhersla á að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.

Frétt mbl.is: 12 sækja um stöðu fréttastjóra RÚV

Frétt mbl.is: Óðinn ætlar ekki að sækja um

Frétt mbl.is: Framkvæmdastjórum RÚV sagt upp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert