Símtölum til útlanda fækkar

Gamli, góði, svarti og þungi síminn ásamt símaskrá frá 1961.
Gamli, góði, svarti og þungi síminn ásamt símaskrá frá 1961. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Póst- og fjarskiptastofnun birti í gær nýja tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn fyrir árin 2011 til 2013.

Meðal þess sem fram kemur er að Síminn er með flestar áskriftir í farsímanetinu. Er markaðshlutdeild hans 36,5%. Nova er næststærst með 31,6% hlutdeild. Hlutur Vodafone er 27,1% og Tals 4,2%.

Símtölum til útlanda úr fastaneti símafélaganna hefur fækkað talsvert. Þau voru rúmlega 118 þúsund árið 2011 en rúmlega 104 þúsund í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert