Tilbúin að fara með framsal fyrir dómstóla

Þór HF 4 var seldur til Rússlands, en aflaheimildir til …
Þór HF 4 var seldur til Rússlands, en aflaheimildir til þriggja aðila. mbl.is/Eggert

Bæjarráð Hafnarfjarðar fól bæjarstjóra í síðustu viku að gera ráðstafanir til að virkja forkaupsrétt Hafnarfjarðar vegna sölu á frystitogaranum Þór með aflaheimildum úr sveitarfélaginu.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir að í samþykktinni felist heimild til að vinna málið áfram lögfræðilega og leita til dómstóla ef nauðsyn krefji.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún að bærinn hafi sem forkaupsréttarhafi sex mánuði frá því að vitneskja barst um söluna til að krefjast þess að hún verði ógilt. Að minnsta kosti tveir hópar í Hafnarfirði hafi sýnt áhuga á aflaheimildunum. Enn sé þó ekki fullreynt hvort sjónarmið bæjarins verði viðurkennd í sjávarútvegsráðuneytinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert