Varað við stormi í dag

Búist er við stormi, m.a. á hálendinu í dag.
Búist er við stormi, m.a. á hálendinu í dag. Rax / Ragnar Axelsson

Búist er við stormi (meira en 20 m/s) norðvestantil á landinu og á hálendinu fram eftir degi. 

Næsta sólarhringinn er spáð suðvestan 13-23 m/s með skúrum eða éljum sunnan- og vestantil en hægari og þurrt norðaustanlands. Lægir smám saman í dag.

Víða suðvestan 5-13 m/s í kvöld. Vestan og síðar norðvestan 5-13 m/s á morgun og dregur úr éljum vestantil þegar líður á daginn, en stöku él norðantil síðdegis.

Hiti 3 til 8 stig í dag en 0 til 5 stig á morgun og víða vægt frost í innsveitum í nótt.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert