Veltan margfaldast

Ferðamenn nota kort sín mikið.
Ferðamenn nota kort sín mikið. mbl.is/Golli

Velta greiðslukorta erlendra ferðamanna hér á landi hefur aukist mjög. Nam hún tæpum 12 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Er það fjórðungsaukning frá sama tímabili í fyrra.

Veltan hefur aukist hratt undanfarin ár. Hún var um sex milljarðar króna á núvirði í janúar og febrúar 2011 og hefur því tvöfaldast á aðeins þremur árum.

Í umfjöllun um greiðslukortaveltuna í Morgunblaðinu í dag segir að hún sé  til marks um hve janúar og febrúar eru orðnir mikilvægir fyrir ferðaþjónustuna að samanlögð velta þessa tvo mánuði er meiri en velta í júní undanfarin ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert