Á brimbretti milli íslenskra jökla

Það var frekar kalt er þeir klæddu sig í blautbúningana.
Það var frekar kalt er þeir klæddu sig í blautbúningana. Skjáskot af Dailymail

Þeir leituðu hinnar fullkomnu öldu til að fara á brimbretti og enduðu í Jökulsárlóni þar sem þeir syntu milli ísjakanna. Hópur Breta var staddur hér á landi til að taka upp auglýsingu fyrir Jägermeister. Myndskeið má sjá hér að neðan.

Í frétt Daily Mail um málið segir að hópurinn hafi byrjað ferð sína í Reykjavík og ekið í tíu daga „um snjó og ís“ til að komast til hins „afskekkta bæjar“, Akureyrar. Þeir hafi m.a. þurft að ýta bílnum er hann festist í snjó. Þetta eru nú aðstæður sem flestir Íslendingar hafa lent í og þykja ekki í frásögur færandi.

En hópurinn hugrakki var með eitt markmið: Að taka upp mínútu langa auglýsingu fyrir Jägermeister. Til að ná góðum myndum syntu þeir m.a. milli ísjakanna í Jökulsárlóni.

Mennirnir eru allir atvinnubrimbrettamenn. Í frétt Daily Mail er haft eftir einum þeirra að ferðin hafi verið mögnuð og þeir hafi skemmt sér mjög vel.

Þeir komu víða við á ferðalaginu og drógu fram brimbrettin. „Þetta var ógleymanlegt. Það er ekki oft sem maður syndir með félögum sínum á milli ísjaka til að reyna að ná bestu öldunni!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert