Dætur Hjördísar aftur til föður síns

Ítarlegt viðtal var við Hjördísi Svan í Nýju lífi.
Ítarlegt viðtal var við Hjördísi Svan í Nýju lífi.

Kim Laursen, danskur barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, mun fá dætur þeirra þrjár afhentar eftir sex vikur. Þetta staðfesti héraðsdómur Reykjavíkur sl. föstudag. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna stúlknanna sem Kim hefur nú löglega forsjá yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens frá 10. febrúar sl. fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar. Réttarhöld í málinu hefjast þann 26. apríl nk.

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að lögmaður Laursens hafi lagt fram kröfu um að hann fengi dæturnar um miðjan mars sl. 

Frétt mbl.is: Réttað yfir Hjördísi Svan 26. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert