Egg sjófugla menguð

Mengun vegna eldtefjandi efna (PBDE og HBCD) fannst í eggjum sjö íslenskra sjófuglategunda; æðarfugls, kríu, langvíu, fýls, sílamáfs, svartbaks og skúms.

Langvía, fýll og svartbakur eru staðbundnir fuglar og verða því fyrir menguninni hér við land. Eggjunum var safnað í Sandgerði, Vestmannaeyjum og Öræfum.

Einnig var í eggjunum meira af skordýraeitrinu PCB en evrópska matvælalöggjöfin leyfir að sé í hænueggjum. Þetta kom fram í rannsókn sem dr. Hrönn Jörundsdóttir, umhverfisefnafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís, gerði ásamt samstarfsmönnum, og fjallað er um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert