Hærra verð fyrir aflaheimildir

Þorskafla landað.
Þorskafla landað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verð á varanlegum aflaheimildum hefur hækkað undanfarna mánuði. Reynir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Kvótamarkaðarins í Grindavík, segir að í stóra aflamarkskerfinu sé verðið nú komið í um 2.500 krónur fyrir kílóið af óveiddum þorski.

Verðið sé heldur lægra í krókaaflamarkskerfinu. Í byrjun maí í fyrra hafi verðið farið niður í um 1.950 krónur fyrir kílóið í stóra kerfinu.

„Ástæður þessara hækkana eru aðallega tvær,“ segir Reynir. „Í fyrsta lagi gera menn sér vonir um aukningu á heimildum og aukinn afla. Í öðru lagi jókst bjartsýni útgerðarmanna í kjölfar þess að ný ríkisstjórn tók við. Menn hafa síðan gert sér vonir um að gagnger endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða yrði lögð til hliðar. Allt síðasta kjörtímabil ríkti óvissa og umræða um þessar breytingar vofðu yfir,“ segir Reynir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert