Sjávarréttavagn við höfnina?

Á hátíð íslensku sjávarfangi til heiðurs.
Á hátíð íslensku sjávarfangi til heiðurs. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Beiðni um leyfi fyrir að staðsetja sjávarréttavagn á gömlu höfninni í Reykjavík barst inn á borð Faxaflóahafna.

Hafnarstjóri samþykkir tillöguna, eins og stendur í fundargerð, en vísað er enn fremur til reglna Reykjavíkurborgar um úthlutun leyfa vegna torg- og söluvagna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Höskuldur Ásgeirsson og Pétur Björnsson báru upp erindið fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags. Í erindi þeirra segir: „Í sjávarréttavagninum yrði framreiddur fiskur sem landað er í Reykjavíkurhöfn, aðallega þorskur og ýsa, hjúpaður að breskri fyrirmynd.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert