Stjórn leikfélagsins segi af sér

Leikfélag Akureyrar glímir við rekstarvanda.
Leikfélag Akureyrar glímir við rekstarvanda. mbl.is/Sigurður Bogi

Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi Bæjarlistans á Akureyri, vill að stjórn Leikfélags Akureyrar og framkvæmdastjóri segi af sér. 

Í frétt á vef Vikudags er sagt frá málinu. LA er í miklum fjárhagserfiðleikum og var staða leikfélagsins rædd á fundi bæjarráðs í morgun. Þar var samþykkt að flýta greiðslum ársins 2014 til þess að greiða skuldir og að standa við skuldbindingar sem þegar hefur verið stofnað til vegna yfirstandandi leikárs.

„Ég tel eðlilegt í ljósi þessa að framkvæmdastjóri og stjórn LA segi af sér eigi síðar en 1. júní næstkomandi,“ sagði Sigurður í bókun sinni á fundinum.

Til skoðunar er að sameina leikfélagið, Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til að bregðast rekstrarvanda LA, segir í frétt Vikudags. 

Sjá ítarlegri frétt um málið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert