Þokast hægt og örugglega áfram

mbl.is/Rósa Braga

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins þokist hægt og örugglega áfram. 

„Það þarf að ná öllum endum saman og vinna í ákveðnum málum sem þokast áfram en við erum ekki enn farin að sjá fyrir endann á þessu,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Fundað hefur verið í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær og í dag. Síðar í dag mun samninganefnd Félags grunnskólakennara ákveða hvort kosið verði um heimild til verkfallsboðunar, að sögn Ólafs.

Komi til atkvæðagreiðslu mun hún fara fram eftir páska. Ekki stendur til að boða til allsherjarverkfalls, heldur vinnustöðvunar í nokkra daga um miðjan maímánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert