Bílar fastir á heiðum

mbl.is/Ómar

Að minnsta kosti tveir bílar eru fastir á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Björgunarsveitin Jökull á Jökuldal hefur sent bíl á staðinn til að aðstoða fólkið. Óveður er á svæðinu. 

Sindri Freyr Sigurðsson, formaður björgunarsveitarinnar Jökuls, segir að bílarnir séu báðir fastir rétt fyrir ofan Skjöldólfsstaði í Jökuldal. 

Samkvæmt upplýsingum Neyðarlínunnar eru bílar einnig fastir á hálendinu og hafa björgunarsveitir Landsbjargar þurft að sinna þeim. 

Óveður er einnig á Holtavörðuheiði og ekkert ferðaveður, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert