Efasemdir um ofurlaun

Ákveðnir stjórnarmenn lífeyrissjóða telja há laun forstjóra skráðra fyrirtækja, þar …
Ákveðnir stjórnarmenn lífeyrissjóða telja há laun forstjóra skráðra fyrirtækja, þar sem lífeyrissjóðir eiga ráðandi hlut, gagnrýniverð og þörf sé á breyttri stefnu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Að undanförnu hefur átt sér stað ákveðin umræða innan lífeyrissjóða og stjórna þeirra, sem eiga stóra hluti í skráðum félögum, hvort það sé verjandi, að lífeyrissjóðir, sem eiga samtals ráðandi hlut í skráðum félögum, styðji ofurlaun forstjóra og lykilstjórnenda félaganna.

Launahæstu forstjórarnir eru með allt upp í 8,5 milljónir króna í mánaðarlaun, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Verkalýðsforingi sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið: „Við í verkalýðsforystunni stóðum að því, af fullri einurð og í samvinnu við atvinnurekendur, að fá launþega til þess að samþykkja afar hófstillta kjarasamninga, þar sem hækkunin nam 2,8%.“ Samningarnir hafi átt að tryggja efnahagslegan stöðugleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert