Gítarinn sveiflast yfir höfðum áhorfenda

Lee Ranaldo mundar gítarinn á sviði.
Lee Ranaldo mundar gítarinn á sviði.

Gítarleikari bandarísku rokksveitarinnar Sonic Youth, Lee Ranaldo, verður gestur á Listahátíð í Reykjavík í maí.

Hann mun sýna verkið Sight Unseen í Hörpu ásamt eiginkonu sinni, Leuh Singer.

„Ég lít á þetta sem kvikmyndaupplifun með lifandi tónlist en þó aðeins meira en það. Stundum leik ég á gítar sem hangir í snúru niður úr loftinu og sveiflast í stórum hring yfir höfðum áhorfenda,“ segir Ranaldo um verkið í Morgunblaðinu í dag. Hann kom síðast til Íslands árið 2005 þegar Sonic Youth spilaði á Nasa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert