Inntökupróf í lagadeild

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Sigurður Bogi

Í fyrsta skipti verður lagt fyrir inntökupróf í grunnnám lagadeildar við Háskóla Íslands, 13. júní næstkomandi. Það gildir 80% á móti meðaleinkunn stúdentsprófs. Reiknað er með að 150 nemendur komist inn á fyrsta árið í lögfræði.

Þetta þýðir verulega fækkun nýnema frá því í fyrra. Síðustu ár hafa um 250 nýnemar verið á fyrsta ári, auk nokkurs hóps sem endurtekur fyrsta árið. Í kjölfarið er líklegt að útskrifuðum nemendum fækki eitthvað.

„Þetta er stórt gæðamál fyrir Háskólann. Með þessu teljum við geta minnkað brottfall á fyrsta ári, eflt námið og bætt nemendahópinn,“ segir Eyvindur G. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert