Keppa í skíðaskotfimi og á sleðum

Líf og fjör verður í Tungudal og í Seljalandsdal í …
Líf og fjör verður í Tungudal og í Seljalandsdal í dag. Ljósmynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Opið verður á skíðasvæðinu í Tungudal á milli 10 og 23 í dag, eða á meðal veður leyfir. Í Seljalandsdal er opið á milli 10 og 17. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu segir að vindur muni fara vaxandi með deginum og er skíðafólk því hvatt til að nýta daginn vel. 

Klukkan 12 verður boðið upp á skíðaskotfimi í Seljalandsdal og klukkan 14 hefst King of the Mountain með Mountain Dew, en það er keppni fyrir brettaiðkendur. Þátttakendur renna sér með fullt glas af drykknum í glasi og sigrar sá sem er með mest eftir í glasinu þegar niður brekkuna er komið, segir í tilkynningu. 

Klukkan þrjú hefst Stiga Rally, en þar er keppt á Stiga sleðum. Að lokum hefst Big Jump keppnin klukkan fjögur, en þar verður keppt í tilþrifum á  risavöxnum brettapalli.

Troðnar verða göngubrautir að 5 km og braut undir skíðaskotfimi. Klukkan sjö í morgun var fimm stiga frost, 2 m/s og skýjað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert