Kominn af gjörgæsludeild

Manninum var fyrstu dagana eftir brunann haldið sofandi í öndunarvél …
Manninum var fyrstu dagana eftir brunann haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður sem brenndist alvarlega í eldsvoða í sumarhúsi við Geitasand skammt frá Hellu 27. mars er nú útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann er kominn á almenna deild og á góðum batavegi, samkvæmt upplýsingum læknis.

Manninum var fyrstu dagana eftir slysið haldið sofandi í öndunarvél. Hann hlaut umtalsverð meiðsli, m.a. brunasár á höndum og fótum. Maðurinn var inni í bústaðnum er eldurinn kom upp en náði að komast sjálfur út.

Eldurinn kviknaði út frá gasi og er sumarhúsið ónýtt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert