Lundinn mættur í Grímsey

Lundanum fylgir alltaf rómantík.
Lundanum fylgir alltaf rómantík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lundinn er nú farinn að sækja heim að varpslóðum í Grímsey eftir vetrardvölina, en þar eru einar af stærstu lundabyggðum Íslands.

Fram kemur á vef Akureyrarbæjar að lundinn fór að sjást við Grímsey hinn 28. mars, einum degi fyrr en vanalega. Lundinn heldur sig fyrst um sinn úti á sjó en leitar síðan upp á eyjuna eftir miðjan apríl.

Í Færeyjum og í Norður-Noregi kemur lundinn á land um miðjan apríl og er 14. apríl kallaður lundakomudagurinn. Í Grímsey er lundinn hins vegar fyrr á ferðinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert