Steggir komnir heim

Úlfar og frú eru stödd á Rangárvöllum. Spennandi verður að …
Úlfar og frú eru stödd á Rangárvöllum. Spennandi verður að sjá hvert þau fara til að verpa. Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon

Heiðagæsasteggirnir Hörður og Úlfar eru komnir heim eftir vetursetu á Bretlandseyjum. Úlfar kom fyrir viku en Hörður í fyrradag, að sögn dr. Arnórs Þóris Sigfússonar, dýravistfræðings hjá Verkis.

Hörður og Úlfar komust í fréttir í fyrra fyrir það hve tæknivæddir þeir væru. Báðir eru búnir GPS staðsetningartækjum og GSM sendum sem senda smáskilaboð (sms) með upplýsingum um staðsetningu þeirra.

Mikilvægar upplýsingar hafa safnast um hegðun gæsanna frá því að þær voru merktar við Hálslón í fyrrasumar, bæði um farflugið og hegðun á vetrarstöðvunum, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa merku steggi tvo í Morgunblaðinu í dag.

Kortið sýnir heimferð Harðar.
Kortið sýnir heimferð Harðar. Kort/Elín Esther
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert