Megas flutti Passíusálmana

Megas söng í Grafarvogskirkju í dag.
Megas söng í Grafarvogskirkju í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tónleikar Megasar í Grafarvogskirkju í dag voru velsóttir, en Megas flutti lög við Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar.

Á tónleikunum í dag flutti Megas síðustu sautján sálmana, en auk Megasar sungu Magga Stína og Píslarsveitin lögin. Píslasveitin er stór rokkhljómsveit skipuð einvala liði tónlistarmanna ásamt strengjakvartett. Söngfjelagið, 60 manna kór sem Hilmar Örn stjórnar, sungu nýjar útsetningar valinna tónsetjara. Tónleikarnir voru kraftmiklir og fjölbreyttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert