Hringvíur verða taldar á ný í fuglabjörgum í sumar

Hringvía er ein sex tegunda svartfugla hér.
Hringvía er ein sex tegunda svartfugla hér. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í ljósi fækkunar langvía og fleiri sjófugla hérlendis á að ráðast í nýja talningu í íslenskum fuglabjörgum í sumar.

Með þvíæ á að reyna að komast að því hvort einhverjar breytingar hafi orðið hér og annarstaðar í Atlantshafi á hlutfalli hringvíunnar, sem er sérstakt litarafbrigði langvíu. Bresku fuglafræðingarnir Sarah Wanless og Michael Harris verða þar í fylkingarbrjósti.

Á árunum 1938-1978 voru langvíur taldar í íslenskum fuglabjörgum og kom þá í ljós, að hlutfallslega var mest af hringvíu í Vestmannaeyjum, 52,8%, en minnst norðanlands, t.d. ekki nema 4,2% í Hornbjargi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert