Leituðu páskaeggja í muggunni

Páskaeggjaleit við Reynisvatn.
Páskaeggjaleit við Reynisvatn.

Fjöldi fólks leitaði að páskaeggjum úti í móa hér og þar um borgina í dag. Eitthvað höfðu þau fyrir sér í því að þar myndi vera páskaegg að finna, því hverfafélög Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík standa árlega fyrir páskaeggjaleit þar sem skrauteggjum er komið fyrir, sem fást svo skipt út fyrir súkkulaðiegg.

Leitirnar eru árviss hefð hjá mörgum sjálfstæðismönnum í Reykjavík og fara stækkandi með hverju árinu. Í dag var leitað við Reynisvatn, í Elliðaárdalnum, við Ægissíðuna og í Hljómskálagarðinum.

Að leit lokinn var keppt í húlahoppi og sýndu margir krakkanna meistaraleg tilþrif. Þá var boðið upp á skemmtiaatriði með ýmsu sniði, m.a. í Elliðaárdalnum þar sem Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi söng frumsamið páskalag með krökkunum.

Húlahoppkeppni í Elliðaárdalnum.
Húlahoppkeppni í Elliðaárdalnum.
Húlahoppkeppni í Elliðaárdalnum.
Húlahoppkeppni í Elliðaárdalnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert