Léttir páskaréttir Þórunnar

Þórunn Lárusdóttir leikkona bauð heim í smá páskauppskeruhátíð og fékk vinnufélaga síðustu fimm mánaða í mat. Hópurinn stóð á bak við gerð skyndihjálparlagsins, meðal annars tónlist og myndband, sem Rauði krossinn lét útbúa. Sjálf er Þórunn verkefnisstjóri afmælisárs Rauða krossins.

Gestir voru Hermann Ottóson framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, Erla María Árnadóttir, myndskreytir , Lára Garðarsdóttir, kvikari, Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum, Snæbjörn Ragnarsson, lagahöfundur og meðlimur í hljómsveitunum Skálmöld og Ljótu hálfvitunum og síðastur en ekki sístur, Sævar Sigurgeirsson, textahöfundur skyndihjálparlagsins og meðlimur í Ljótu hálfvitunum. Hið skemmtilega skyndihjálparlag má hlýða á hér.

Uppskriftirnar má nálgast í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út um helgina.

Það var vor í lofti í matarboði Þórunnar Lárusdóttur leikkonu.
Það var vor í lofti í matarboði Þórunnar Lárusdóttur leikkonu. Þórður Arnar Þórðarson
Þórunn Lárusdóttir undirbýr matinn.
Þórunn Lárusdóttir undirbýr matinn. Þórður Arnar Þórðarson
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins sem kemur í verslanir um páskahelgina.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins sem kemur í verslanir um páskahelgina. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert