Skemmdarverk á skýlum Strætó aldrei verið meiri

Hlaupið framhjá strætóskýli sem fengið hefur að kenna á því …
Hlaupið framhjá strætóskýli sem fengið hefur að kenna á því hjá skemmdarvörgum. mbl.is/Golli

Spellvirki á biðskýlum og biðstöðvartöflum strætó hefur færst í aukana á undanförnum misserum, að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, sviðsstjóra farþegaþjónustusviðs Strætó bs.

„Það er einstaklega dapurlegt að verða vitni að þessu og nú virðist vera einhvers konar hrina í gangi þar sem skemmdir eru unnar með kroti og öðrum hætti á eignum sveitarfélaganna svo stórsér á,“ segir Júlía í Morgunblaðinu í dag.

Kostnaður vegna eignaspjalla á biðskýlum borgarinnar liggur ekki fyrir en ljóst er að hann er töluverður þar sem ástandið hefur aldrei verið verra að sögn Júlíu. „Við gerum ekki samanburð milli ára en starfsmenn sem annast hafa biðskýlin í fjölda ára hjá okkur fullvissa mig um að ástandið hafi aldrei verið verra.“

Óhrjálegt strætóskýli eftir heimsókn skemmdarvarga.
Óhrjálegt strætóskýli eftir heimsókn skemmdarvarga. Þórður Arnar Þórðarson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert