Þörfin orðin mikil

Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson. mbl.is/Rósa Braga

Ásgeir Jónsson, efnahagsráðgjafi GAMMA og lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að núverandi staða á húsnæðismarkaði taki mið af því að framkvæmdir við húsnæðisbyggingar hafi verið í lágmarki eftir hrun bankanna haustið 2008.

Í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun sagði hann jafnframt að engar framkvæmdir sem farið væri í á þessari stundu myndu hafa áhrif fyrr en eftir eitt til tvö ár. Það tæki tíma að byggja húsnæði.

Hann nefndi einnig að í venjulegu árferði þyrfti að byggja um 1.500 til 2.000 íbúðir á hverju ári. Lítið hefði hins vegar verið byggt eftir hrunið og þess vegna væri þörfin nú orðin mikil.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sagði það vera mikið mál að byggja upp sterkan og öflugan leigumarkað. Það væri ekki hægt að gera með einstökum aðilum, heldur væri það samfélagsverkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert