Þrjár líkamsárásir í nótt

mbl.is/Hjörtur

Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir í nótt, þar af tvær í miðborginni. Um hálftvöleytið var lögreglunni í Breiðholti og Kópavogi tilkynnt um líkamsárás og voru þrír menn handteknir. Þeir gista nú fangageymslu.

Á fjórða tímanum í nótt voru tvö líkamsárásarmál tilkynnt lögreglunni. Í báðum tilvikum reyndust meiðsli vera minniháttar og voru gerendur jafnframt á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang.

Þá féll maður í tröppum og missti meðvitun á fimmta tímanum í nótt. Hann var fluttur á slysadeild og reyndust meiðsli hans vera minniháttar.

Tveir ökumenn voru jafnframt stöðvaðir í nótt vegna gruns um ölvunarakstur og einn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá var töluvert um minniháttar umferðaróhöpp víðs vegar um borgina vegna mikillar hálku, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert