Dregur úr vindi og éljum í kvöld

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera ráð fyrir suðvestan átt 10-15 metrum á sekúndu og 13-18 m/s í éljum um landið vestanvert, en 8-13 m/s austantil og bjartviðri. Dregur úr vindi og éljum í kvöld.

Þá er búist við suðaustan 3-10 m/s á morgun, en hvassari vindi við suðurströndina. Rigning verður með köflum sunnan- og vestantil og sums staðar slydda í fyrstu, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Hiti 0 til 9 stig að deginum, mildast austantil í dag en vestanlands á morgun. Einkum seinnipartinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert