Tekinn tvisvar vegna fíkniefna

mbl.is/Eggert

Nokkur erill var hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt. Þannig hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum vegna gruns um akstur undir akstur fíkniefna eða áfengis. Þar af sami einstaklingurinn í tvígang í austurbæ Reykjavíkur. Í fyrra skiptið fundust fíkniefni á honum við akstur og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku. Í það síðara var hann stöðvaður grunaður um að aka undir áhrifum slíkra efna og var hann í kjölfarið vistaður í fangageymslum að lokinni blóðsýnatöku.

Einnig barst tilkynningu um innbrot í íbúðarhús um klukkan níu í gærkvöldi á svæði lögreglustöðvarinnar sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ. Húsráðandi var hins vegar ekki heima og því ekki vitað hvort einhverju var stolið. Ennfremur var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf þrjú í nótt í vesturbæ Reykjavíkur. Ekki liggur fyrir hver árásarmaðurinn er en meiðsl voru minniháttar. Þá var kveikt í gámum við Laugaveg um klukkan eitt í nótt. Lögregla hóf slökkvistarf þar þar til slökkviliðið mætti á staðinn.

Fimm manns gistu fangageymslur að eigin ósk í nótt og þrír vegna afbrota.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert