Fiskibátur í vandræðum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Fiskibátur úti fyrir Vestfjörðum hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 18.27 í kvöld og óskaði eftir aðstoð vegna leka sem hafði komið upp í vélarrúmi. Tveir menn voru um borð. 

Landhelgisgæslan hafði samband við nærstaddan bát og var hann beðinn um að halda til aðstoðar. Einnig voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á svæðinu kallaðar út ásamt björgunarbátnum Gunnari Friðrikssyni á Ísafirði og hraðskreiðum björgunarbát frá Suðureyri.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var auk þess kölluð út.

Klukkan kl. 18.55 hafði tekist að þurrlensa vélarrýmið og var þá hættuástandi aflýst, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Nærstaddur bátur kom skömmu síðar til aðstoðar og dró fiskibátinn til hafnar. Voru þá allar björgunaraðgerðir afturkallaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert