Slasaðist á fjórhjóli

Á fjórhjóli. Myndin er úr safni.
Á fjórhjóli. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 11:54 að beiðni læknis í Ólafsvík eftir að fjórhjólaslys varð nærri Miðhúsum á Snæfellsnesi.

Var þyrlan TF-LÍF þá í æfingum við Skorradalsvatn og sneri tafarlaust til Reykjavíkur til eldsneytistöku. Fór hún að nýju í loftið kl. 12:40 og og lenti við bæinn Miðhús á Snæfellsnesi kl. 13:04 þar sem sjúkrabíll beið með hina slösuðu sem var flutt um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 13:18 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 13:50, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert