Bjartviðri og allt að 15 stiga hiti

Spáð er allt að fimmtán stiga hita að deginum í dag og vætu suðaustanlands. Í spá Veðustofu Íslands er gert ráð fyrir austanátt, víða 5-13 m/s, en 15-20 m/s syðst á landinu. Bjartviðri verður norðantil á landinu en annars skýjað með köflum. Hiti verður sjö til fimmtán stig að deginum.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð austanvindi 8-13 m/s og verður skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu fimm til þrettán stig. Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

Svona er spáin næstu daga:

Á miðvikudag:

Austan 13-18 m/s syðst, annars 5-13. Víða léttskýjað N- og V-lands, en súld eða dálítil rigning SA-til. Hiti yfirleitt 7 til 13 stig að deginum. 

Á fimmtudag:

Minnkandi suðaustanátt. Bjartviðri N-lands, en skýjað og smávæta syðra. Áfram milt veður. 

Á föstudag:

Hæg norðvestlæg eða breytileg átt og lítilsháttar rigning, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 10 stig. 

Á laugardag:

Norðanátt og stöku skúrir, en þurrt og bjart á S-verðu landinu. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast syðst. 

Á sunnudag:

Vestlæg eða breytileg átt með dálítilli úrkomu og kólnandi veðri. 

Á mánudag:

Norðaustanátt og bjartviðri, en dálítil él NA-til. Fremur kalt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert