„Fundað eitthvað fram á kvöldið“

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Við erum enn að funda. Það er búið að kasta á milli hugmyndum og tilboðum í dag og málið er bara í vinnslu. Það verður fundað eitthvað fram á kvöldið og við ætlum að reyna hvað við getum,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður og framkvæmdastjóri Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, í samtali við mbl.is.

Viðræður hafa staðið yfir í dag hjá embætti ríkissáttasemjara í kjaradeilu félagsins við Isavia en semjist ekki í kvöld verður boðuð fimm tíma verkstöðvun á morgun. Verkfall hefur ennfremur verið boðað 30. apríl næstkomandi hafi ekki samist. Kristján segir að það sé góðs viti að enn sé rætt saman en alls óvíst  hvort samningar náist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert