Skræklóa á Íslandi í fyrsta skipti frá 1980

Skræklóa Þessi ættingi sandlóunnar hefur flogið hingað frá N-Ameríku.
Skræklóa Þessi ættingi sandlóunnar hefur flogið hingað frá N-Ameríku. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson

Farfuglarnir eru komnir til landsins að undanskilinni kríu og óðinshana sem vænta má á næstu vikum. Fyrstu spóarnir sáust á laugardaginn á Stekkakeldu við Höfn og hefur fuglafarið almennt gengið vel fyrir sig að mati Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings.

„Það hefur verið svolítil suðaustanátt og fleiri fuglar hafa komið að austanverðu landinu en við gerðum ráð fyrir. Það var mikið af helsingjum fyrir austan, þannig að þessi suðaustanátt hefur aðeins sett okkur út af laginu, en annars hefur verið mikið far,“ segir Jóhann Óli í umfjöllun um komu farfugla í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að skræklóa hafi einnig dúkkað upp hér á landi á páskadag. Slík tegund hefur ekki sést hér frá árinu 1980 og einungis þrisvar sinnum áður hér á landi, árin 1939, 1970 og síðast 1980. Fuglinn er varpfugl víða í N-Ameríku og er náskyldur sandlóu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert