„Verið hrein hörmungarvertíð“

Ragnar Ragnarsson, grásleppukarl á Siglufirði, með vænan rauðmaga í höndunum. …
Ragnar Ragnarsson, grásleppukarl á Siglufirði, með vænan rauðmaga í höndunum. Afli hefur verið tregur. Ljósmynd/Lisa Dombrowe

„Þetta er búin að vera hrein hörmungarvertíð,“ sagði Sigurður Kristjánsson á Húsavík, þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann á heimsiglingu síðdegis í gær og innti frétta af grásleppuveiðum fyrir norðan. „Ég man ekki eftir svona lélegri vertíð síðan 1995,“ sagði hann.

Grásleppuveiðar hófust í byrjun þessa mánaðar og er það samdóma álit manna að afli hafi verið með eindæmum lélegur. „Ofan á þetta bætist að undanfarna daga hefur verið bræla á miðunum, sterk suðvestanátt,“ sagði Sigurður.

Ragnar Ragnarsson á Siglufirði ætlar að hefja veiðar á grásleppu í dag. Hann sagðist hafa heyrt að veiðin hefði verið mjög dræm, en þó virtist hún eitthvað vera að glæðast samkvæmt nýjustu fréttum. Hann var á rauðmaga í vor og gekk veiðin mjög illa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert