Vilborg er hætt við

Vilborg Arna dvelst nú í grunnbúðum Everests.
Vilborg Arna dvelst nú í grunnbúðum Everests. Ljósmynd/Vilborg Arna

Vilborg Arna Gissurardóttir mun ekki ljúka för sinni á tind Everests að þessu sinni. „Ég er búin að hugsa mikið og skoða þá kosti sem mér stóðu til boða. Niðurstaðan er sú að að svo stöddu get ég ekki réttlætt áframhaldandi för á fjallið af minni hálfu,“ skrifar Vilborg á Facebook-síðu sína.

„Ef eitthvað breytist á næstu dögum á meðan ég er enn á svæðinu mun ég endurskoða ákvörðun mína. Takk fyrir allan stuðninginn síðustu daga,“ skrifar Vilborg.

Sextán létust í snjóflóði sem féll við Everest á föstudag. Allir þeir sem létust voru fjallaleiðsögumenn, sjerpar. Leiðsögumennirnir hafa ákveðið að fara ekki fleiri ferðir á fjallið í ár, að minnsta kosti ekki nema gengið verði að ströngum kröfum þeirra um bætt kjör og aðbúnað.

Vilborg Arna ætlaði sér að ganga á hæstu tinda allra sjö heimsálfanna á einu ári. Everest var síðasti tindurinn sem hún hugðist klífa. 

Frétt mbl.is: Fara ekki fleiri ferðir á Everest

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert