365 miðlar brutu gegn lögum um fjölmiðla

365 miðlar.
365 miðlar. Heiddi /Heiðar Kristjánsson

Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að 365 miðlar brutu gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með birtingu auglýsinga frá veðmálasíðunni PokerStarfs.com á Stöð2Sport. Engu að síður ákvað fjölmiðlanefnd að falla frá sektarákvörðun í málinu.

Íslenskar getraunir kvörtuðu undan auglýsingunum sögðu þær hafa verið birtar ofsinnis á Stöð2Sport þann 6. maí 2013 í útsendingu vegna leiks KR og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Í úrskurði fjölmiðlanefndar segir að PokerStarfs.com sé skráð með aðsetur á eyjunni Mön á Bretlandseyjum. Á síðunni sé spilað upp á raunverulega peninga og hefur starfseminni ekki verið veitt leyfi lögum samkvæmt hér á landi.

Fjölmiðlanefnd segir í úrskurði sínum að auglýsingarnar brjóti gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla en þar segir að óheimil séu viðskiptaboð og fjarkaup fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi.

Hins vegar segir nefndin að þar sem breyting var gerð á ábyrgð vegna brota á viðskiptaboðakafla fjölmiðlalaga var fyrst lögleidd síðastliðið vor telur fjölmiðanefnd rétt og eðlilegt að 365 miðlum sé gefið færi á því að laga starfsemi sína að hinu breytta lagaumhverfi. Því var fallið frá ákvörðun um stjórnvaldssekt í málinu.

Úrskurður fjölmiðlanefndar

Sumar erlendar pókersíður bjóða upp á íslenskt viðmót.
Sumar erlendar pókersíður bjóða upp á íslenskt viðmót. Skjáskot/Pokerstars.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert