Færeyingar kaupa mest af heyi héðan

Bjarni Vestergaard er færeyskur fjárbóndi. Hann býr í Vági á …
Bjarni Vestergaard er færeyskur fjárbóndi. Hann býr í Vági á Suðurey og er með nokkrar kindur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Færeyingar voru líkt og áður langstærstu kaupendur að íslensku heyi í fyrra. Útflutningur á heyi í fyrra nam tæpum 1.573 tonnum og var það um 135 tonnum minna en flutt var út árið 2012.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Vilhjálmur Þórarinsson, bóndi og heyútflytjandi, að Færeyingar vilji vera sjálfum sér nógir með mjólkurvörur. Þeir vilji frekar flytja inn hey en mjólk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert