Faghreinsun ekki með verðskrá til sýnis

Efnalaug.
Efnalaug. mbl.is/Júlíus

Neytendastofa mun á næstunni taka ákvörðun um hvort beita skuli Þvottahúsið Faghreinsun sektarákvæðum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbót á ástandi verðmerkinga. Aðrar efnalaugar sem fengið höfðu tilmæli um úrbætur fóru eftir þeim.

Í mars síðastliðnum heimsótti fulltrúi Neytendastofu efnalaugar höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að athuga hvort verðskrár yfir alla framboðna þjónustu væru í samræmi við lög og reglur. Þessum heimsóknum var svo fylgt eftir í apríl.

Farið var seinni ferð í Þvottahúsið Faghreinsun, Fatahreinsun Kópavogs og Efnalaugina Geysi en öll höfðu þessi fyrirtæki fengið tilmæli frá Neytendastofu um að koma verðmerkingum í betra horf. Þvottahúsið Faghreinsun var eina efnalaugin sem enn hafði enga verðskrá til sýnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert