Gefa fólki að drekka á vellinum

Starfsmenn á flugvellinum í Keflavík lögðu niður störf milli kl. …
Starfsmenn á flugvellinum í Keflavík lögðu niður störf milli kl. 4 og 9 í morgun. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir í vef Túrista að vatni verði dreift í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í dag en að öðru leyti séu farþegar á ábyrgð flugfélaganna. Þar sem fyrstu brottfarir eru stuttu eftir að innritun hefst er gefst farþegum þó sennilega ekki tími til annars en að ganga beint um borð, segir í frétt Túrista.

Farþegar sem þurftu að bíða eftir flugi til landsins á erlendum flugstöðvum hafa þó átt rétt á hressingu samkvæmt reglum um réttindi flugfarþega.

Starfsmenn Isavia á Keflavíkurflugvelli hófu verkstöðvun klukkan fjögur í nótt og stóð hún til kl. 9 í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert