Sólríkur fyrsti sumardagur

Sumardagurinn fyrsti er á morgun.
Sumardagurinn fyrsti er á morgun. mbl.is/ÞÖK

„Þetta lítur út fyrir að verða hagstætt. Hæglætis veður og bjart og sólríkt, sértaklega á Norðurlandi,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á morgun,  sumardaginn fyrsta. Hann segir útlit fyrir að á morgun verði veðrið hlýrra en venja er á sumardaginn fyrsta.

Yfir landinu verður suðaustanátt og frekar hægur vindur. Á suðvesturhorninu verður vindhraðinn 3-8 metrar á sekúndu eftir hádegi. Þá má gera ráð fyrir því að hitinn verði 13-14 gráður ef að sólin lætur sjá sig. Annars verður hitinn 6-12 gráður. Einhver úrkoma gæti fallið. 

Bjartara verður á Vestfjörðum og hitinn gæti farið upp í 12-13 stig og vindur verður enn hægari en á Suðvesturlandi.

Á Norðurlandi verður léttskýjað. Sérstaklega mun hitinn ná sér vel á strik þegar líður á daginn í hægri sunnanáttinni.

Skýjað verður hins vegar á Austurlandi og ólíklegt að hitinn nái sér vel á strik þar. Hann verður í mesta lagi 6-7 gráður ef að líkum lætur. Rigning gæti fallið, sérstaklega á Suðausturlandi. 

Á Suðurlandi verður eilítið hlýrra en á Suðausturlandi. Vindhraðinn lítill en einhver úrkoma gæti fallið. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert