Um 38.000 í Ríkið á miðvikudaginn

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Sala áfengis fyrstu þrjá mánuði ársins var rúmlega 2% minni en árið áður og færri sóttu Vínbúðirnar heim miðvikudaginn fyrir páska en í fyrra.

Þetta kemur fram í sölutölum frá ÁTVR sem rekur Vínbúðirnar. Alls seldust rúmlega 3,8 milljónir lítra áfengis frá janúar til mars, þar af rúmar 2,9 milljónir af lagerbjór. Næstmest seldist af rauðvíni, eða tæpir 357.000 lítrar og af hvítvíni seldust rúmlega 220.000 lítrar.

Reyndar er tímabilið ekki að fullu samanburðarhæft þar sem páskasalan var í mars í fyrra en í apríl í ár. Og mikið munar um hana, enda dymbilvikan ein helsta söluvika ársins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert