Ferðaþjónustan verði láglaunagrein

Ferðamenn taka myndir við Gullfoss um páska.
Ferðamenn taka myndir við Gullfoss um páska. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hætta er á að ferðaþjónusta verði láglaunagrein sem geri út á magn fremur en gæði, að því er segir í úttekt KPMG um arðsemi í hótelrekstri.

Til að sporna við því þurfi að byggja hótelrými af meiri gæðum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Hótelum hefur fjölgað og segir í úttektinni að ákveðin hættumerki leynist í þessari aukningu „þar sem tölfræði um menntun starfsfólks í námi sem nýtist í hótelstarfsemi gefur til kynna að lítil fjölgun virðist hafa átt sér stað“. Viðskipti

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert